Hvað er SAMAK
SAMAK er samstarfsvettvangur norrænu jafnaðarmannaflokkanna og heildarsamtaka launafólks – á Íslandi eru Samfylkingin og ASÍ aðilar að SAMAK. Fyrsta samkoma pólítískra verkamannaflokka og launþegahreyfinga var haldin í Gautaborg árið 1886.
Síðustu ár hefur starf SAMAK verið sérstaklega virkt í að tryggja og þróa áfram norræna velferðarmódelið í gegnum hið víðtæka rannsóknarverkefni NordMod2030 og Sörmarka yfirlýsinguna
Norræna velferðarmódelið
Norræna velferðarmódelið er einstakt í heiminum. Það hefur leitt til þess að á Norðurlöndunum eru almennt góð og stöðug samfélög þar sem fara saman há lífsgæði, jafnræði, jafnrétti og sjálfbær, umhverfisvæn þróun.
NordMod2030 verkefnið útskýrir í stórum dráttum hvernig til hefur tekist. Að miklu leyti er um að ræða opin hagkerfi með sterkri samhjálp þar sem meginstoðirnar eru hagstjórn, velferð og skipulagður vinnumarkaður.
Hér í norskri þýðingu: www.fafoarkiv.no/pub/rapp/20393/20393.pdf; og ensk þýðing: http://www.fafo.no/images/pub/2015/20412.pdf om the NordMod2030 NordMod2030 skýrslunnar.
Og hér er útdráttur á norrænum málum: www.fafoarkiv.no/pub/rapp/952/952.pdf og ensku: fafoarkiv.no/nordmod2030/summaries.html.
Hér er landsskýrsla NordMod2030 um Ísland: www.fafoarkiv.no/pub/rapp/20360/20360.pdf
NordMod 2.0 verkefnið: Yfirlit yfir skýrslu «Stéttarfélög og framtíð norræna líkansins»
Framsækin Vinnumarakadsstefna: Isländska- kortversion – modul 2
Norræna módelid – Hvers er krafist? (PDF)
Stefna SAMAK
Sörmarka yfirlýsingin á norsku: samak.info/wp-content/uploads/2015/11/Sormarka-erklaringen_Norwegian.pdf og ensku samak.info/wp-content/uploads/2015/11/Sormarka-declaration_English.pdf er 33 blaðsíðna pólitísk yfirlýsing sem var samþykkt á allsherjarþingi í Sörmarka, skammt utan við Osló 12. nóvember 2014. Unnið er að þýðingu á íslensku.
Sörmarka yfirlýsingin er pólitískt svar við megináskorunum sem norræna velferðarmódelið hefur staðið frammi fyrir eins og leitt var fram í NordMod2030 verkefninu. Að auki leggur hún grundvöllinn að frekari þróun á stefnu hvort tveggja á vettvangi Norðurlandanna og í einstökum ríkjum.